Ragna keppir á mánudag og ţriđjudag í riđlunum

Í dag voru tímasettir leikirnir í riðlum á Ólympíuleikunum.  Ragna keppir á mánudag og þriðjudag, báða dagana að kvöldi. 

Á mánudagskvöldið klukkan 19:07 að staðartíma í London mætir hún Akvile Stapusaityte frá Litháen en þær mættust í úrslitum Iceland International í nóvember í fyrra en þá vann Ragna hana eftir oddalotu 21-18, 17-21 og 21-17. 

Á þriðjudagskvöldið keppir Ragna klukkan 20:54 við Jie Yao frá Hollandi. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í badmintonkeppni Ólympíuleikanna.

Skrifađ 25. júlí, 2012
mg