Ragna farin til London

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona fór í morgun til London til að taka þátt á Ólympíuleikunum.  Með henni í för var Jonas Huang þjálfari hennar.

London er fyrsta borg heimsins sem hefur hýst Ólympíuleikana í þrígang frá því að þeir voru endurvaktir í Aþenu árið 1896. Kjörorð Ólympíuleikanna eru á latínu citius, altius, fortius eða hraðar, hærra, sterkar.

Ólympíuhringirnir eru opinbert tákn Ólympíuhreyfingarinnar. Þetta eru fimm hringir, blár, svartur, rauður, gulur og grænn sem skarast á hvítum bakgrunni. Fjöldi hringanna táknar sameiningu fimm heimsálfa þ.e. Ástralíu, Afríku, Ameríku, Asíu og Evrópu á Ólympíuleikunum. Hvítur bakgrunnurinn táknar friðinn sem ríkir á Ólympíuleikum. Ólympíufáninn var hannaður af Pierre de Coubertin og blakti fyrst á Ólympíuleikunum í Andwerpen árið 1920.

Ólympíuþorpið í London er staðsett á glæsilegu svæði sem er í næsta nágrenni við Ólympíusvæðið. Einungis keppendur á leikunum og starfsfólk þeirra hafa aðgang að þorpinu sem er tryggilega gætt af breska hernum. Gífurlega margir eru samt í þessu þorpi en í því er meðal annars búðir, pósthús, matsölustaðir, hárgreiðslustofa og veitingasalur sem rúmar 4.400 manns.

Setningarhátíð leikanna fer fram 27. júlí á Ólympíuleikvangnum þar sem hápunkturinn er innganga íþróttamannanna. 27 keppendur frá Íslandi taka þátt á leikunum og hefst keppni á föstudaginn, 28. júlí. Þann dag keppa Íslendingar í badminton Ragna Ingólfsdóttir skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson, 300 m. fjórsundi Anton Sveinn Mckee, 100 m. flugsundi Sarah Blake Bateman og 100 m. bringusundi Jakob Jóhann Sveinsson. Keppni í handknattleik hefst 29. júlí og 3. ágúst hefst keppni í júdó og frjálsíþróttum.

Lokadagur leikanna er sunnudagurinn 12. ágúst og lýkur þeim með lokahátíð þann dag.

Skrifađ 23. júlí, 2012
mg