Dregiđ í badmintonkeppni Ólympíuleikanna

Í morgun var dregið í riðla í badminton á Ólympíuleikunum í London. Ragna Ingólfsdóttir mun keppa í einliðaleika kvenna og var hún í pottinum ásamt 45 öðrum leikmönnum.

Á þessum leikum verður keppt í 16 riðlum og sigurvegari hvers riðils keppir svo í 16 manna úrslitum. 16 sterkustu keppendurnir eru fyrst dregnir i riðla, samkvæmt reglum alþjóðasambandsins og svo kemur röðin að öðrum.

Ragna mun keppa í F riðli og verða andstæðingar hennar Jie YAO frá Hollandi, en hún er í 18. sæti heimslistans og er raðað númer 14 í mótinu, og Akvile STAPUSAITYTE sem er númer 89 á heimslistanum.

Enn á eftir að tímasetja leiki Rögnu.

Skrifađ 23. júlí, 2012
mg