Ragna í góđu formi fyrir Ólympíuleikana

Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í Ólympíuleikunum nú um mánaðarmótin fyrir Íslands hönd. Flestir sem fylgst hafa með Rögnu undanfarin ár vita að hún hefur lagt mikið á sig og á svo sannarlega skilið að vera einn af 172 badmintonmönnum sem taka þátt í London í ágúst. Þrátt fyrir að flest badmintonfólk sé ekki mikið að spila badminton þessa dagana er alls ekki rólegt hjá Rögnu enda undirbúningur fyrir Ólympíuleikana í fullum gangi. Fréttaritari www.badminton.is fékk Rögnu til að svara nokkrum spurningum um hvernig gangi hjá henni.

Ragna Ingólfsdóttir hlýtur styrk úr ÓlympíusamhjálpinniHvað ertu að æfa mikið þessa dagana? Ég er að æfa tvisvar sinnum á dag, yfirleitt badminton einu sinni og þrek hitt skiptið. En núna er ég í æfingabúðum í Dublin og þá er badminton tvisvar á dag í 2 klst. Í senn.

Hvernig ganga æfingar? Mjög vel.

Hver er besti æfingafélaginn? Jónas Baldursson er minn besti æfingafélagi núna, en Atli Jó hefur verið mjög góður líka, hann er bara búinn að vera í fríi.

Hvenær ferðu til London? 23.júlí

Áttu einhvern drauma andstæðing í fyrstu umferðinni? Já, ég er búin að skrifa niður á blað fimm draumariðla og er að vona að einhver af þeim verði að veruleika.

Hver fer með þér út? Jónas Huang sem þjálfari og Margrét Gunnarsdóttir sem fararstjóri. Mamma og pabbi koma í 5 daga, Ingó bróðir í viku og Steini minn í 10 daga.

Þekkir þú einhverja íþróttamenn í íslenska hópnum? Já ég kannast nú við alla. Við vorum nokkur saman á síðustu Ólympíuleikum, þannig að við höfum upplifað Ólympíuleika saman.

Ertu farin að hlakka til Ólympíuleikanna? Ég tel niður dagana, ég hlakka rosalega mikið til.

Iceland International 2011Hvað heldur þú að verði skemmtilegast í London? ALLT. Að koma í þorpið fyrsta daginn, sjá hvernig allt er, æfa síðan á meðal bestu badmintonspilara í heiminum í Wembley Arena í nokkra daga, upplifa opnunarhátíðina og að fá síðan að keppa á Ólympíuleikunum sjálfum, vonandi nokkra leiki. Sjá hina íslensku keppendurna upplifa sinn ólympíudraum í keppninni sinni, sjá alla þessa flottu íþróttamenn hvaðanæva að úr heiminum að gera sitt allra besta, vera með fjölskyldunni minni og unnusta í London, fara á lokahátíðina og vera þakklát fyrir allt það sem ég hef fengið að upplifa.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Indverskur matur og sushi eru í uppáhaldi. Annars reyni ég að borða sem mest lífrænan mat, og elska hollan og góðan lífrænan mat t.d. á Lifandi Markaði. Ég borða líka oft á Saffran, ég elska tandoori lamb.

Áttu þér uppáhalds högg á badmintonvellinum? Já, mitt besta högg er krossskurðardropp úr forhandarhorninu. Ég hef skorað ófá stigin með því höggi og nota það óspart.

Það verður spennandi að fylgjast með þessari flottu íþróttakonu á Ólympíuleikunum í London. Vonandi að Sjónvarpið sýni sem mest frá badmintonkeppninni svo að badmintonáhugamenn geti fengið að upplifa stemninguna á þessu stóra móti. Dregið verður í badmintonkeppnina mánudaginn 23. júlí næstkomandi.

Skrifađ 14. júlí, 2012
mg