Ragna í ćfingabúđum í Dublin

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona er nú í æfingabúðum í Dublin á Írlandi fyrir Ólympíuleikana í London. Búðirnar eru fyrir þátttakendur sem hafa unnið sér inn þátttökurétt á leikunum. Þar er æft tvisvar á dag tvo tíma í senn.

Æfingabúðir í Dublin fyrir Ólympíuleika 2012Þjálfarinn Lee er mjög góður, ekki bara að hann sé með góðar æfingar heldur fer hann líka mikið inn á andlega þáttinn á hverri einustu æfingu. „Það eru allir spilararnir svo víraðir upp vegna nærveru hans.. ég elska svona menn, sem fá aðra til þess að performa á nýju og betra leveli á hverri einustu æfingu.. ég held í alvöru að hann geti gert hvern þann sem er til í að vinna vinnuna sína, að heimsmeistara" segir Ragna.

Skrifađ 12. júlí, 2012
mg