Ćfingabúđir í Fćreyjum hefjast í dag

Æfingabúðir fyrir afreksspilara í badminton U13 til U17 hefjast í dag, mánudaginn 9. júlí, í Vestmanna í Færeyjum og standa til 16. júlí.

Íslensku þátttakendurnir eru Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Nilsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH, Kristófer Darri Finnsson og Pámi Guðfinnsson TBR.

Fararstjóri hópsins er Irena Rut Jónsdóttir ÍA en hún fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið meðfram búðunum.

Íslensku þátttakendurnir fljúga til Þórshafnar í Færeyjum í dag frá Reykjavíkurflugvelli. Æfingabúðirnar verða haldnar í Vestmanna og enda með badmintonmóti sem allir þátttakendur búðanna taka þátt í.

Skrifađ 9. júlí, 2012
mg