Sumarskóli Badminton Europe ađ hefjast

Á morgun, 14. júlí, hefst Sumarskóli Badminton Europe, sem að þessu sinni verður haldinn í Slóveníu. 

Sumarskóli Badminton Europe í Slóveníu

Sex þátttakendur fara frá Íslandi, Daníel Jóhannesson TBR, Helgi Grétar Gunnarsson ÍA, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Unnur Björk Elíasdóttir TBR.

Sigurður Blöndal þjálfari Hamars fer á þjálfaranámskeið sem verður haldið um leið og skólinn fer fram en hann verður jafnframt fararstjóri íslenska hópsins. 

Alls taka 70 manns þátt í skólanum, 48 badmintonspilarar, 15 þjálfarar á þjálfaranámskeiði og 7 þjálfarar sem starfa við skólann.

Íslenski hópurinn flýgur til Þýskalands í dag og þaðan áfram til Slóveníu.

Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe.

Skrifađ 13. júlí, 2012
mg