Fullt á námskeið fyrir íþróttakennara

Badmintonsamband Íslands heldur námskeið fyrir íþróttakennara í TBR húsunum við Gnoðarvog 16. ágúst næstkomandi.  Hámarksfjöldi á námskeiðið er 50 manns og má segja að þátttaka sé framar öllum vonum.  Fullt er á námskeiðið en hægt er að láta setja sig á biðlista ef einhver dettur út. 

Á námskeiðinu kenna Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir íþróttakennarar og badmintonþjálfarar.  Þær hafa mikla reynslu af badmintonþjálfun og hafa sótt námskeið hjá alþjóða Badmintonsambandinu um kennslu til iþróttakennara.

Markmiðið með námskeiðinu er að kynna kennurum ýmsar leiðir til að kenna badminton á skemmtilegan hátt, bæði í litlum og stórum hópum. 

Smellið hér til að komast á biðlista.

Skrifað 20. júní, 2012
mg