Primorye Evrópumeistari félagsliđa

Rússneska liðið Primorye varð í gær Evrópumeistari félagsliða eftir sigur á Team Skælskör-Slagelse frá Danmörku 4-2. 

Rússunum var raðað númer 3/4 inn í keppnina en þeir voru í riðli ásamt Team Skælskör-Slagelse, Diesse Mediterranes Badminton frá Ítalíu, CHEL - Clube Che Lagoense frá Portúgal og svissneska liðinu BV St. Gallen-Appenzell. 

Tvö lið fóru upp úr hverjum riðli en riðlarnir voru fjórir talsins.  Átta lið fóru því í útsláttarkeppnina.  Þar unnu Rússarnir fyrst Multi Alarm SE frá Ungverjalandi 4-1 og svo þá tékkneska liðið Sokol Vesely Brno - Jenice 4-1.  Í úrslitaleiknum lögðu þeir svo Danina að velli. 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 3. júní, 2012
mg