Ţátttakendur í ćfingabúđum í Fćreyjum

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í æfingabúðir í Færeyjum í júlí. Æfingabúðirnar fara fram í Vestmanna í Færeyjum dagana 9. - 16. júlí og munu þátttakendur koma frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Æfingabúðirnar eru fyrir aldurshópana U13 til U17.

Hópinn skipa Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axlesson ÍA, Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH, Elvar Már Sturlaugsson ÍA, Margrét Nilsdóttir TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu og Pálmi Guðfinnsson TBR.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE.  Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi, Írena Rut Jónsdóttir ÍA, og hann er jafnframt fararstjóri hópsins.

 

Skrifađ 4. júní, 2012
mg