B˙i­ a­ draga Ý HappdrŠtti BS═

Badmintonfélagar um allt land hafa verið að selja Happdrættismiða BSÍ síðustu vikurnar. Dregið var í Happdrættinu í dag. Hægt er að smella hér til að skoða hvaða númer fengu vinning. Í ár voru vinningarnir fimmtán ferðavinningar frá Heimsferðum sumarið 2008 að verðmæti 200.000 krónur, tíu 25.000 króna gjafabréf í TBR búðinni og fimm flugmiðar fyrir tvo á flugleiðum Flugfélags Íslands að verðmæti 20.000 krónur. Badmintonsambandið þakkar öllum þeim sem studdu sambandið með kaupum á happdrættismiðum og ötulu sölufólki badmintonfélaganna fyrir þeirra framlag.
Skrifa­ 1. desember, 2007
ALS