Unglingamót TBA

Um næstu helgi, 6.-7.október, fer fram á Akureyri Unglingamót TBA í badminton. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og verður keppt í U13, U15, U17 og U19 flokkum unglinga. Keppni hefst á laugardag kl. 10.00 en kl. 9.00 á sunnudag.

Síðasti skráningardagur í mótið er miðvikudagurinn 3.október. Allar nánari upplýsingar veitir formaður TBA, Hjördís Sigursteinsdóttir. Sjá nánar um mótið í mótaboði sem hægt er að nálgast hér.

Unglingamót TBA er jafnan mjög vel sótt mót og hafa félög eins og TBR og TBS verið fastagestir á mótinu. Hægt er að skoða úrslit leikja frá því í fyrra með því að smella hér.

Skrifađ 1. oktober, 2007
ALS