Fjórir oddaleikir á móti Frökkum

TBR tapaði 7-0 fyrir franska liðinu Issy Les Moulineaux í Evrópukeppni félagsliða en franska liðinu var raðað númer tvö inn í keppnina.

Fjórir leikir fóru í oddalotu, tvenndarleikur Daníel Thomsen og Margrétar Jóhannsdóttur, tvíliðaleikir karla og kvenna og einliðaleikur Jónasar Baldurssonar.

Daníel og Margrét töpuðu fyrir Agus Sugimin og Gustiani Megawati 3-21, 21-19 og 14-21. Atli Jóhannesson tapaði fyrir Inoki Cahjadi-Theopilus 11-21 og 8-21. Rakel Jóhannesdóttir tapaði fyrir Sabrina Jaquet 8-21 og 12-21. Helgi Jóhannesson og Daníel töpuðu fyrir Laurent Constantin og Florent Riancho 18-21, 21-15 og 12-21. Margrét og Sara Högnadóttir töpuðu fyrir Gustiani Megawati og Andrea Vanderstukken 21-15, 15-21 og 24-26. Jónas Baldursson tapaði fyrir Florent Riancho 21-16, 17-21 og 15-21. Sara tapaði fyrir Perrine Le Buhanic 10-21 og 10-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða í dag.

TBR keppir síðasta leik sinn í keppninni á eftir gegn ungverska liðinu Hadju Gabona Debreceni.

Skrifađ 31. maí, 2012
mg