Tap gegn Tyrkjum

TBR tapaði í dag fyrir Egospor Club frá Tyrklandi í Evrópukeppni félagsliða.

Helgi Jóhannesson og Daníel Tomsen unnu tvíliðaleik sinn gegn Emre Vural og Tolga Ozsoy eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 24-22 en það var eina viðureignin sem íslenska liðið vann.

Atli Jóhannesson tapaði gegn Ramazan Ozturk 11-21 og 8-21. Jónas Baldursson tapaði fyrir Emre Vural 13-21 og 12-21.

Margrét Jóhannsdóttir tapaði einliðaleik sínum gegn Neslihan Yigit 7-21 og 6-21. Sara Högnadóttir tapaði fyrir Ozge Bayrak 12-21 og 13-21.

Rakel Jóhannesdóttir og Sara töpuðu tvíliðaleik sínum fyrir Ozge Bayrak og Ebru Tunali 13-21 og 9-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Helgi og Margrét en þau töpuðu fyrir Ramazan Ozturk og Neslihan Kilic 21-17, 11-21 og 6-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppni félagsliða.

Á morgun spilar TBR tvo leiki, við franska liðið Issy Les Moulineaux sem er raðað númer tvö inn í keppnina og við Hadju Gabona Debreceni frá Ungverjalandi.

Skrifað 30. maí, 2012
mg