Naumt tap TBR fyrir Eltham Green

Lið TBR atti kappi við enska liðið Eltham Green í Evrópukeppni félagsliða í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins.

TBR tapaði naumlega 3-4 en Rakel Jóhannesdóttir og Margrét Jóhannsdóttir unnu sína einliðaleiki auk þess sem Helgi Jóhannesson og Daníel Thomsen unnu tvíliðaleik sinn.

Rakel vann Gemma Whiting 21-19 og 21-19, Margrét vann Enna Skingsley 21-8 og 21-9 og Helgi og Daníel unnu Robert Golding og Daniel Plant 24-22 og 21-18.

Atli Jóhannesson og Jónas Baldursson töpuðu sínum einliðaleikjum, Margrét og Sara Högnadóttir töpuðu tvíliðaleik sínum og tvenndarleiknum töpuðu Helgi og Rakel.

Atli tapaði fyrir Joel Gayle 10-21 og 15-21, Jónas tapaði fyrir Daniel Plant 13-21 og 8-21, Margrét og Sara töpuðu fyrir Jo Muggeridge og Tracey Middleton 17-21 og 17-21 og Helgi og Rakel töpuðu ftrur Joel Gayle og Jo Muggeridge 13-21 og 15-21.

Á morgun keppir TBR við Egospor Club frá Tyrklandi.  

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifað 29. maí, 2012
mg