Evrópukeppni félagsliđa hefst á morgun

Evrópukeppni félagsliða hefst á morgun í Pecs í Ungverjalandi. TBR öðlaðist þátttökurétt með sigri í Deildakeppni BSÍ sem fram fór í febrúar síðastliðnum.

 

Lið TBR í Evrópukeppni félagsliða 2012

 

Lið TBR skipa Atli og Helgi Jóhannessynir, Daníel Thomsen, Jónas Baldursson, Rakel Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir. Ragna Ingólfsdóttir átti einnig að taka þátt en hún tognaði á fæti og varð að hætta við þátttöku.

TBR er í B riðli með Issy Les Moulineaux frá Frakklandi, Hadju Gabona Debreceni frá Ungverjalandi, Eltham Grenn frá Englandi og Egospor Club frá Tyrklandi. Franska liðinu er raðað númer tvö inn í keppnina.

Fyrsti leikur TBR er á morgun, þriðjudag, gegn enska liðinu Eltham Green. Viðureignin fer fram klukkan 8 að íslenskum tíma.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar í B-riðli í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 28. maí, 2012
mg