Ragna tognaði í kálfa

Á miðvikudaginn varð Ragna Ingólfsdóttir fyrir því óláni að vöðvi í kálfa tognaði.  Hún var á hoppæfingu þegar þetta gerðist.  Sjúkraþjálfari metur þetta þannig að hún jafni sig á tveimur til þremur vikum. 

Ragna missir því af Evrópukeppni félagsliða sem stóð til að hún tæki þátt í eftir helgina ásamt félagsliði sínu, TBR.

Nú mun hún einbeita sér að því að hvíla fótinn og jafna sig. 

Í júlí fer hún í æfingabúðir í Sviss ásamt öðrum keppendum frá Evrópu sem munu taka þátt í Ólympíuleikunum í lok júlí.  Badmintonsamband Íslands sendir Rögnu batakveðjur.

Skrifað 25. maí, 2012
mg