Ragna er í 70. sæti heimslistans

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Ólympíufarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 70 á listanum yfir bestu einliðaleikskonur heims og er í sama sæti og tvær síðustu vikur. Hún var í 72. sæti listans þegar Ólympíulistinn var gefinn út, þann 3. maí.

Asíuþjóðirnar eru eins og áður ráðandi í efstu sætum heimslistans. Meðal asíuþjóða hafa Kínverjar síðan algera yfirburði. Þeirra leikmenn eru í efsta sæti heimslistans í fjórum af fimm greinum badmintoníþróttarinnar. Þá eru þeirra pör eða einstaklingar 13 sinnum á topp fimm af þeim 25 sætum sem þar eru í boði. Einu Evrópubúarnir á topp fimm heimslistanna eru Danir, Peter Gade í einliðaleik karla og Mathias Boe og Carsten Mogensen í tvíliðaleik karla. Í tvíliðaleik kvenna Kamilla Rytter Juhl og Christinna Pedersen og í tvenndarleik Joachim Fisher Nielsen og Christinna Pedersen.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Skrifað 24. maí, 2012
mg