Vel heppna­ ■ing a­ baki

Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á föstudagskvöldið. Þingið fór í alla staði vel fram og var því stýrt vel og örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá átta héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið.

Vigdís Ásgeirsdóttir og Þorsteinn Páll Hængsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa og voru Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson kosnir í stjórn í þeirra stað. Endurkjörin í stjórn til tveggja ára voru Kristján Daníelsson formaður, Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Laufey Jóhannsdóttir og María Skaftadóttir.

Stjórn Badmintonsambands Íslands 2012-2014 er því skipuð eftirfarandi einstaklingum: Kristján Daníelsson, formaður, Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Laufey Jóhannsdóttir, María Skaftadóttir, Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson.

Laufey Jóhannsdóttir stjórnarmaður BSÍ veitti þeim leikmönnum sem hlutu flest stig á Varðarmótaröð BSÍ í vetur verðlaun á þinginu. Í A-flokki kvenna sigraði Sigríður Árnadóttir TBR og í öðru sæti var Margrét Finnbogadóttir TBR. Í A-flokki karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR í öðru sæti var Stefán Ás Ingvarsson TBR. Snjólaug Jóhannsdóttir TBR, sigraði í Meistaraflokki kvenna en í öðru sæti var Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í meistaraflokki karla sigraði Atli Jóhannesson TBR en í öðru sæti var Helgi Jóhannesson TBR.

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands sat þingið Sigríður Jónsdóttir og Hafsteinn Pálsson stjórnarmenn.

Samþykkt var að breyta lögum sambandsins töluvert en flestar breytingarnar lúta að því að aðlaga lögin breyttum lögum ÍSÍ. Að auki var samþykkt að hafa ársþing annað hvort ár og fjölga formannafundum. Ný lög Badmintonsambands Íslands má nálagst á heimasíðunni þegar þau hafa verið samþykkt af ÍSÍ.

Skrifa­ 30. aprÝl, 2012
mg