Tannsteini og Rönning sigurvegarar fyrirtćkjakeppni BSÍ

Vel heppnuð fyrirtækjakeppni Badmintonsambandsins var haldin í gær í TBR húsunum.  Keppt var í tveimur flokkum, A-flokki og B-flokki. 

Sigurvegari í A-flokki var Tannsteini en Þorsteinn Páll Hængsson og Broddi Kristjánsson kepptu fyrir hönd Tannsteina. 

Fyrirtækjakeppni BSÍ 2012. Tannsteini og KPMG

Í aukaflokki í A-flokki unnu Kynnisferðir en Kristján Daníelsson og Valgeir Magnússon kepptu fyrir hönd Kynnisferða.

Fyrirtækjakeppni BSÍ 2012.  Kynnisferðir og Innheimtustofnun sveitarfélaga.  Á myndina vantar Árna Haraldsson

Í B-flokki stóð Rönning uppi sem sigurvegari og kepptu Stefán Þór Bogason og Hans Hjartarson fyrir hönd Rönning. 

Fyrirtækjakeppni BSÍ 2012.  Rönning og Ferli

Í aukaflokki vann Mannvit og fyrir þá kepptu Þorvaldur Einarsson og Jón Jónsson. 

Fyrirtækjakeppni BSÍ 2012.  Mannvit og Einhamar

Á meðan keppninni stóð bauð keppnisfólk í badminton upp á veglegar veitingar.

Badmintonsambandið óskar sigurvegurunum til hamingju og þakkar öllum fyrirtækjum sem tóku þátt kærlega fyrir stuðninginn.  Þá kunnum við einnig Danica þakkir fyrir að gefa verðlaunin. 

Keppnin er skemmtileg viðbót við starf sambandsins og mun vera komin til að vera í mótaskrá sambandsins.

Myndir frá mótinu má nálgast með því að smella hér.

Skrifađ 29. apríl, 2012
mg