Sumarskóli Badminton Europe

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem fer fyrir Íslands hönd í Evrópusumarskólann, Badminton Europe Summer School. Skólinn fer fram í Otocec í Slóveníu dagana 14. - 21. júlí næstkomandi.

 

Sumarskóli Badminton Europe í Slóveníu 2012

 

Hópinn skipa Daníel Jóhannesson TBR, Helgi Grétar Gunnarsson ÍA, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Unnur Björk Elíasdóttir TBR.

Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað á vegum BE.  Einn þjálfari fer á námskeiðið frá Íslandi, Sigurður Blöndal Hamri, og hann er jafnframt fararstjóri hópsins.

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Sumarskóla Badminton Europe 2012.

Skrifađ 26. apríl, 2012
mg