FyrirtŠkjakeppni BS═

Á morgun, laugardag, verður Fyrirtækjakeppni Badmintonsambands Íslands haldin í TBR húsunum við Gnoðarvog.  Keppt verður í A- og B-flokki. 

Alls hafa 28 fyrirtæki skráð sig í keppnina sem er í senn skemmtileg og hörð. 

Landsliðshópar BSÍ bjóða upp á veitingar á meðan mótinu stendur. 

Aðgangur er ókeypis og er fólk hvatt til að mæta og fylgjast með.  Keppnin hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 15. 

Badmintonsambandið þakkar öllum þeim fyrirtækjum sem tóku þátt og styrktu með því Iceland International mótið í haust.

Skrifa­ 27. aprÝl, 2012
mg