Helgi og Magnús Ingi úr leik

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason eru dottnir úr leik í Evrópukeppninni sem fer nú fram í Karlskrona í Svíþjóð. Þeir spiluðu tvíliðaleik gegn Dönunum Mads Conrad-Petersen og Jonas Rasmussen, sem er raðað númer tvö inn í mótið í tvíliðaleik, og töpuðu 11-21 og 13-21.

Eini íslenski keppandinn sem er ennþá inni í mótinu er Íslandsmeistarinn Kári Gunnarsson en hann sigraði leik sinn í dag. Kári spilar í annarri umferð á morgun.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppninni.

Skrifað 17. apríl, 2012
mg