Kári vann fyrsta leik sinn en Ragna tapađi

Kári Gunnarsson vann fyrsta leik sinn í Evrópukeppni einstaklinga 2012 sem fer nú fram í Karlskrona í Svíþjóð.

 

Meistaramót Íslands - Kári Gunnarsson

 

Andstæðingur Kára var Yauheni Yakauchuk frá Balarus. Leikurinn fór í oddalotu en Kári hafði sigur 21-16, 11-21 og 21-16. Hann keppir annan leik sinn við Jan O Jörgensen frá Danmörku á morgun ,miðvikudag. Það verður mjög erfiður leikur þar sem Jörgensen er raðað númer tvö inn í mótið og er númer 13 á heimslistanum.

Ragna Ingólfsdóttir tapaði leik sínum við Tstjana Bibik frá Rússlandi 16-21 og 17-21. Bibik er númer 79 á heimslistanum en Ragna í 72. sæti. Ragna er því úr leik í Evrópukeppninni.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason spila tvíliðaleik seinna í kvöld en þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn Mads Conrad-Petersen og Jonas Rasmussen frá Danmörku sem er raðað númer tvö inn í keppnina. Þeir verma 17. sæti heimslistans í tvíliðaleik.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins í Evrópukeppninni.

Skrifađ 17. apríl, 2012
mg