Tvíliđaleikur karla úrslit

Í úrslitum í tvíliðaleik karla léku Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason TBR gegn Kára Gunnarssyni og Atla Jóhannessyni TBR. Helgi og Magnús Ingi mættu ákveðnir til leiks og sigruðu fyrstu lotuna örugglega 21 - 11. Í annari lotu var jafnræði í byrjun og og náðu liðin mest eins til tveggja stiga forystu, það var ekki fyrr en í 11 - 8 fyrir Atla og Kára sem sem meiri forysta náðist. Helgi og Magnús Ingi náðu svo að jafna 13 - 13. Jafnræði var svo með liðunum og áttu Kári og Atli möguleika á að tryggja sér lotuna í stöðunni 20 - 19 en Helgi og Magnús jöfnuðu 20 - 20. Það var skammgóður vermir því Atli og Kári sigruðu lotuna 22 - 20. Hörkuleikur og vel spiluð lota hjá báðum aðilum. Þriðja lota hófst eins og lota þrjú endaði mikil spenna og jafnræði með liðunum. Kári og Atli komust í 6 - 3 en Helgi og Magnús Ingi jöfnuðu í 8 - 8 og komust svo í 11 - 8. Helgi og Magnús Ingi héldu svo forustunni 16 -14, 18 - 15, 19 - 17 og lotunni lauk svo með sigri þeirra Helga og Manúsar Inga 21 - 19. Helgi og Magnús Ingi urðu því Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla 2012.

 

Meistaramót Íslands - Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

 

Skrifađ 1. apríl, 2012
mg