Einli­aleikur kvenna, ˙rslit.

Til úrslita í einliðaleik kvenna lék Ragna Ingólfsdóttir TBR gegn Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Ragna byrjaði betur komst í 8 -2, Ragna komst svo í 11 - 2 ,15 - 3, 18 - 8, fyrstu lotunni í leiknum lauk svo með sigri Rögnu 21 - 9. Í seinni lotunni byrjaði Ragna af krafti og fór í 5 -0 og 11 - 1, helstu tölur voru svo 14 -1, 15 - 2, 19 - 3, leiknum lauk svo 21 - 3.

 

Meistaramót Íslands - Ragna Ingólfsdóttir

 

Þrátt fyrir öruggan sigur Rögnu var Snjólaug á köflum að spila vel og þurfti Ragna að hafa fyrir mörgum stigum sínum. Ragna Ingólfsdóttir er Íslandsmeistari 2012 í einliðaleik kvenna en þetta er níundi Íslandsmeistaratitill Rögnu en hún hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn oftast allra kvenna.  

Skrifa­ 1. aprÝl, 2012
mg