Einli­aleikur karla, ˙rslit.

Úrslitaleik í einliðaleik karla milli Magnúsar Inga Helgasonar TBR og Kára Gunnarssonar TBR er lokið. Kári byrjaði mun betur, Magnús vann að vísu fyrsta stigið en Kári skoraði næstu 9 stig. Kári komst svo í 11 -2,  15 -3 og 19 - 7. Kári sigraði svo lotun 21 - 7. Magnús Ingi kom svo sterkari til leiks í lotu 2 og komst í 9 - 3, Kári kom þá til baka og minnkaði muninn í 9 - 6. Heslu tölur voru síðan 11 -7, 14 - 8, 15 -12, 17 - 14 endaspretturinn var svo æsispennandi en lotunni lauk með sigri Kára Gunnarssonar 21 - 19.

 

Meistaramót Íslands - Kári Gunnarsson

 

Kári Gunnarsson vann þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratill í einliðaleik karla. Kári Gunnarsson er Íslandsmeistari í einliðaleik karla 2012.

Skrifa­ 1. aprÝl, 2012
mg