Magnús Ingi spilar til úrslita í öllum greinum

Ragna Ingólfsdóttir TBR og Katrín Atladóttir TBR mæta Tinnu Helgadóttur TBR og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur BH í úrslitum í tvíliðaleik kvenna á morgun. Í tvíliðaleik karla mæta Atli Jóhannesson TBR og Kári Gunnarsson TBR þeim Magnúsi Inga Helgasyni og Helga Jóhannessyni TBR.

Í tvenndarleik leika til úrslita Tinna og Magnús Ingi Helgabörn TBR á móti Atla Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur.

Magnús Ingi er því kominn í úrslit í öllum greinunum þremur. Hann hefur því möguleika á að verja alla þrjá Íslandsmeistartitlana.

Ragna, Tinna og Kári leika til úrslita í tveimur greinum auk Snjólaugar og Atla. 

Mótið hefst klukkan 10:00 í fyrramálið með úrslitaleikjum í A og B-flokki síðan verður gert hlé á mótinu til klukkan 15:30 en þá hefjast úrslit meistaraflokki karla og kvenna. Sýnt verður frá úrslitaleikjunum í beinni útsendingu á RÚV. 

Skrifađ 31. mars, 2012
mg