Kári mætir Magnúsi og Ragna mætir Snjólaugu

Í undanúrslitum í meistaraflokki mættust í einliðaleik karla annarsvegar Magnús Ingi Helgason TBR og Helgi Jóhannesson TBR og hinsvegar Kári Gunnarsson TBR og Egill G. Guðlaugsson ÍA. Fór svo að Magnús Ingi og Kári báru sigur af andstæðingum sínum í tveimur lotum og mætast því í úrslitum á morgun. Fyrri loturnar í báðum leikjunum voru mjög jafnar og þó munurinn væri meiri í seinni lotunum náðu Magnús Ingi og Kári ekki yfir höndinni í leikjunum fyrr en síga tók á seinni hlutan í þeim.

Ragna Ingólfdóttir TBR vann öruggan sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttur TBR í kvennaflokki en hún mætir Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR eftir sigur hennar á Rakel Jóhannesdóttur TBR.

Nú eru í gangi tvíliðaleikir í meistaraflokki.

Skrifað 31. mars, 2012
mg