Úrslitaleikir í A- og B-flokki fara fram í fyrramálið

Úrslit í tvíðliðaleik í A- og B-flokki hefjast á morgun klukkan 11.

Til úrslita leikja í A-flokki Gunnar Bjarki Björnsson og Thomas Þór Thomsen TBR gegn Vigni Sigurðssyni og Þórhalli Einissyni TBR í karlaflokki. Í kvennaflokki mæta Hrund Guðmundsdóttir og Sigrún Einarsdóttir TBR þeim Guðrúnu Júlíusdóttur og Áslaugu Jónsdóttur TBR.

Í B-flokki mætast í karlaflokki Ivan Falck-Petersen og Karl Karlsson Samherja þeim Brynjari Geir Sigurðssyni BH og Helga Grétari Gunnarssyni ÍA. Í kvennaflokki leika til úrslita Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH gegn Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími og Línu Dóru Hannesdóttur TBR.

Úrslitaleikir í tvenndarleik í A- og B-flokki hefjast klukkan 12 en í A-flokki leika til úrslita Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir TBR gegn Ingólfi Ingólfssyni og Kristínu Magnúsdóttur TBR. Í B-flokki mætast Kristófer Darri Finnsson og Margrét Nilsdóttir TBR þeim Daníel Þór Heimissyni og Írenu Jónsdóttur ÍA.

Skrifað 31. mars, 2012
mg