Meistaramót Íslands - fyrsti dagur

Meistaramót Íslands í badminton hófst í kvöld í TBR húsunum við Gnoðarvog seinni partinn í dag.

Keppni hófst á einliðaleik í Meistara, A og B flokki. Hart var barist í leikjum dagsins en þó urðu enginn óvænt úrtslit í meistaraflokki karla en þar fóru fjórir best röðuðu spilararnir áfram.

Keppni hefst í fyrramálið kl. 9 með leikjum í tvenndarleik í öllum flokkum. 

Smellið hér til að skoða nánar.

Skrifað 30. mars, 2012
mg