Li­ Magn˙sar Inga komi­ upp Ý a­ra deild

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, spilaði í gær fjórða og síðasta leik sinn í milliriðli í spili um hvaða lið komast upp í aðra deild á næsta tímabili.

Leikurinn var gegn Solrød Strand og endaði með öruggum sigri Hillerød 12-1. Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvenndarleik með Stine Kildegaard Hansen og tvíliðaleik með Peter Rasmussen.

Magnús Ingi og Hansen unnu tvenndarleikinn 21-10 og 21-13. Andstæðingar þeirravoru Michael Würtz og Mia Lentfer.

Tvíliðaleikinn unnu Magnús Ingi og Rasmussen eftir oddalotu 15-21, 21-5 og 21-11 en andstæðingar þeirra voru Steve Olesen og Michael Rasmussen.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hillerød og Solrød Strand.

Hillerød endaði á toppi riðilsins með 18 stig en Holte er í öðru sæti með 14 stig. Hillerød spilar því næsta vetur í annarri deild.

Skrifa­ 26. mars, 2012
mg