Sara komin í undanúrslit í Svíţjóđ

U19 landslið Íslands er nú í Uppsala í Svíþjóð þar sem þau taka þátt í Uppsala Junior International mótinu.

Sara Högnadóttir er eini íslenski keppandinn sem vann fyrsta einliðaleik sinn á mótinu. Hún sat hjá í fyrstu umferð og vann í annarri umferð Vanessa Sandberg frá Svíþjóð 21-12 og 21-7. Nú í morgun keppti hún í átta manna úrslitum og vann þar Aimee Moran frá Wales 21-13 og 21-18. Hún er því komin undanúrslit og keppir við Seydi Aktan frá Svíþjóð,sem er raðað númer þrjú inn í mótið, seinna í dag.

Elisabeth Christensen tapaði fyrsta leik sínum fyrir Hanna Elhamre frá Svíþjóð 13-21 og 8-21. Margrét Jóhannsdóttir tapaði fyrir Linda Danielsson frá Svíþjóð 14-21 og 16-21. María Árnadóttir tapaði fyrir Seydi Aktan frá Svíþjóð 14-21 og 17-21.

Í einliðaleik karla tapaði Ólafur Örn Guðmundsson fyrir Nathan Freeman frá Svíþjóð 5-21 og 12-21. Snorri Tómasson tapaði fyrir Albin Hjelm frá Svíþjóð 10-21 og 15-21. Steinn Þorkelsson tapaði fyrir Sten Rääbis frá Eistlandi 17-21 og 18-21. Thomas Þór Thomsen tapaði fyrir Alexander Verner frá Rússlandi 15-21 og 22-24.

Í tvíliðaleik töpuðu Thomas Þór og Steinn fyrir Sander Sauk og Mihkel Talks frá Eistlandi 11-21 og 6-21. Ólafur Örn og Snorri töpuðu fyrir Sten Rääbis og Heiko Zoober frá Eistlandi eftir oddalotu 22-24, 21-8 og 17-21.

Leikir í tvíliðaleik kvenna hefjast í dag.

Í tvenndarleik eru íslensku pörin úr leik en Snorri og María töpuðu fyrir Pelle Skoglund og Malin Kullström frá Svíþjóð 15-21 og 17-21. Thomas Þór og Margrét töpuðu fyrir Andreas Norrgren og Isabel Gonzalez frá Svíþjóð 18-21 og 11-21. Toni Holm Loven og Hanna Ekhamre frá Svíþjóð 10-21 og 9-21. Steinn og Elisabeth töpuðu fyrir Douglas Lidman og Frida Lundström frá Svíþjóð 13-21 og 5-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Uppsala Junior International.

Skrifađ 24. mars, 2012
mg