Magnúsi gengur vel í Wales

Alþjóðlega badmintonmótið Yonex Welsh International 2007 hófst í Cardiff í morgun. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Þrír íslenskir leikmenn taka þátt í mótinu þau Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir.

Magnús Ingi Helgason hóf keppni undankeppni mótsins í morgun og lék þá gegn heimamanninum Matthew Phillips. Magnús sigraði nokkuð örugglega 21-11 og 21-11. Í næstu umferð undankeppninnar mætti hann Íranum Daniel Magee. Magnús sigraði aftur örugglega 21-13 og 21-8.

Klukkan 15 í dag mætir Magnús svo Skotanum Kieran Merrilees. Sigurvegarinn í þeim leik kemst inní aðalmótið sem hefst á morgun. Það er því til mikils að vinna hjá Magnúsi á eftir. Kieran hefur keppt á fáum alþjóðlegum mótum að undanförnu líkt og Magnús Ingi og því er erfitt að meta getu hans fyrirfram. Kieran er númer 365 á heimslistanum en Magnús Ingi 382.

Hægt er að skoða niðurröðun og úrslit mótsins með því að smella hér. 

Skrifað 29. nóvember, 2007
ALS