Úrslit á Meistaramóti BH

Meistaramót BH var um helgina. Mótið er hluti af Varðarmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir sigur á Birki Steini Erlingssyni TBR 21-16 og 21-15. Einliðaleik kvenna sigraði Snjólaug Jóhannsdóttir TBR eftir sigur á Margréti systur sinni TBR 21-14 og 21-13. Tvíliðaleik karla sigruðu bræðurnir Helgi og Atli Jóhannessynir TBR eftir sigur á Bjarka Stefánssyni og Daníel Thomsen TBR 21-14 og 21-19. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug TBR er þær lögðu Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur TBR að velli 21-17 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Stefán Ás Ingvarsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Eið Ísak Broddason TBR í úrslitaleik 21-12 og 21-11. Einliðaleik kvenna vann Sigríður Árnadóttir TBR en hún vann Margréti Finnbogadóttur TBR í úrslitaleik eftir hörkuspennandi viðureign sem endaði með oddalotu 20-22, 23-21 og 25-23. Tvíliðaleik karla sigruðu Kristján Daníelsson og Ármann Steinar Gunnarsson BH eftir sigur á Sævari Ström og vigni Sigurðssyni TBR eftir oddalotu 21-11, 16-21 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær fengu gefinn úrslitaleikinn gegn Margréti Finnbogadóttur og Unni Björk Elíasdóttur TBR. Tvenndarleikinn unnu Kristján Daníelsson og Anna Lilja Sigurðardóttir BH eftir að hafa lagt Snorra Tómasson og Elisabeth Christensen TBR að velli 21-13 og 21-18.

Helgi Grétar Gunnarsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Brynjar Geir Sigurðsson BH eftir oddalotu 22-24, 21-9 og 21-16. Harpa Hilmisdóttir UMFS vann Margréti Nilsdóttur TBR í einliðaleik í B-flokki kvenna 21-16 og 21-11. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Egil Þór Magnússon og Guðmund Ágúst Thoroddsen Aftureldingu 21-18 og 22-20. Tvíliðaleik kvenna sigruðu Anna Ósk Óskarsdóttir og Hulda Jónasdóttir BH en þær unnu úrslitaleik gegn Hörpu Hilmisdóttur UMFS og Línu Dóru Hannesdóttur TBR 21-12 og 30-29. Tvenndarleikinn unnu Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu en þau unnu Brynjar Geir Sigurðsson og Önnu Ósk Óskarsdóttur BH 21-15 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti BH.

Næsta mót á Varðarmótaröð BSÍ verður Límtrésmótið um næstu helgi í KR heimilinu við Frostaskjól.

Skrifađ 11. mars, 2012
mg