Meistaramót BH er um helgina

Meistaramót BH fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina.  Keppt er í meistara-, A- og B-flokki og mótið er hluti af Varðarmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. 

Keppendur eru 102 frá sex félögum, Aftureldingu, BH, ÍA, TBR, UMFS og UMF Þór. 

Á föstudeginum er keppt frá 18 til 23 í riðlakeppni í einliðaleik. 

Á laugardeginum verður keppt frá 9-18:30 en þá verður leikið fram í undanúrslit í öllum greinum og flokkum. 

Undanúrslitin hefjast á sunnudaginn klukkan 10 og úrslit klukkan 13.  Áætluð mótslok eru klukkan 15:30. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifađ 7. mars, 2012
mg