Hiller°d sigra­i HolbŠk 9-4

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, spilaði annan leik sinn í milliriðli í spili um hvaða lið komast upp í aðra deild á næsta tímabili. Leikurinn var gegn Holbæk 2 og endaði með sigri Hillerød 9-4. 

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvenndarleik með Stine Kildegaard Hansen og tvíliðaleik með Peter Rasmussen.

Magnús Ingi og Hansen töpuðu tvenndarleiknum fyrir Rene Boye Faber og Lea Elm Jensen eftir oddalotu 11-21, 22-20 og 12-21.

Tvíliðaleikinn unnu Magnús Ingi og Rasmussen 20-22, 17-21 og 21-15 en andstæðingar þeirra voru Rene Boye Faber og Peter Correll.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hillerød og Holbæk 2.

Hillerød er nú á toppi riðilsins ásamt Solrød Strand 3 en liðin eru bæði með 12 stig.

Næsti leikur Hillerød er sunnudaginn 11. mars gegn Lyngby.

Skrifa­ 28. febr˙ar, 2012
mg