Ragna númer 55 á nýjum heimslista

Alþjóða Badmintonsambandið gaf út nýjan heimslista í dag. Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir er númer 55 á nýjum lista og hefur fallið um eitt sæti síðan í síðustu viku. Ef aðeins eru skoðaðir leikmenn frá Evrópu er Ragna númer 19 á listanum.

Á þessu ári hefur Ragna hæðst náð í 37. sæti heimslistans og 14. sæti yfir leikmenn frá Evrópu. Reikna má með að hún þurfi að vera í ca. 50-60 sæti heimslistans til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikana. Það er þó erfitt að segja nákvæmar í hvaða sæti hún þarf að vera því það er svo margt sem hefur áhrif á það eins og t.d. fjöldi leikmanna frá hverri heimsálfu o.fl.

Hægt er að skoða heimslistann nánar með því að smella hér.

Skrifað 29. nóvember, 2007
ALS