Ragna úr leik í Austurríki

Ragna Ingólfsdóttir datt úr leik á alþjóðlega austurríska mótinu í átta manna úrslitum eftir tap gegn Sayaka Takahashi frá Japan, sem er í 108 sæti. heimslistans. Ragna er í 73. sæti listans. Sú japanska vann 21-7 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega austurríska mótinu.

Ragna keppir næst í opna þýska mótinu sem hefst á þriðjudaginn. Það mót er gífurlega sterkt, svokallað Grand Prix mót, og allir fremstu badmintonspilarar heims taka þátt. Þar hefur Ragna leik í forkeppni mótsins og á fyrsta leik gegn Rena Wang frá Bandaríkjunum, sem er í 57. sæti heimslistans.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í opna þýska mótið.

Skrifað 24. febrúar, 2012
mg