Ragna komin í ţriđju umferđ í Austurríki

Ragna Ingólfsdóttir er komin í þriðju umferð á alþjóðlega austurríska mótinu sem nú er í gangi eftir hörkuspennandi leik gegn Simone Prutsch frá Austurríki.

Ragna tapaði fyrstu lotunni naumlega 24-26, vann aðra lotuna 21-18 og oddalotan endaði með sigri Rögnu 21-9.

Hún mætir í þriðju umferð annað hvort Kamilla Augustyn frá Póllandi, sem er í 82. sæti heimslistans, eða Sayaka Takahashi frá Japan, sem er í 108 sæti. heimslistans. Þessi leikur fer fram í dag klukkan 15:45.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega austurríska mótinu.

Skrifađ 24. febrúar, 2012
mg