U19 landsli­i­ vali­

Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur valið U19 landslið Íslands sem fer til Svíþjóðar í mars og keppir á Uppsala Junior International 2012 mótinu.  Mótið er hluti af mótaröð unglinga hjá Badminton Europe. 

U19 landsliðið skipa Ólafur Örn Guðmundsson BH, Snorri Tómasson TBR, Steinn Þorkelsson ÍA, Thomas Þór Thomsen TBR, Elísabeth Christensen TBR, María Árnadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. 

Liðið fer til Svíþjóðar 21. mars og tekur þátt í mótinu sem fer fram dagana 23. - 25. mars. 

Smellið hér til að sjá heimasíðu Uppsala Junior International mótsins.

Skrifa­ 23. febr˙ar, 2012
mg