Reykjavíkurmót fullorđinna er um helgina

Reykjavíkurmót fullorðinna verður haldið í TBR húsinu við Gnoðarvog um helgina. 

Mótið, sem hefst klukkan 10 á laugardaginn, er hluti af Varðarmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista BSÍ. 

Keppendur á mótinu verða 84 talsins frá fjórum félögum, Aftureldingu, BH, ÍA og TBR auk þess sem fimm keppendur frá Noregi taka þátt.  Keppt verður í riðlum í einliðaleik en í útsláttarkeppni í tvíliða- og tvenndarleik. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

Skrifađ 23. febrúar, 2012
mg