Unglingameistaramót Þórs er á laugardaginn

Unglingameistaramót Þórs verður á morgun, laugardag, í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.

Mótið, sem hefst klukkan 10, er hluti B flokks mót unglinga.

Leikið verður í aldursflokkum U11 til U17. Þátttakendur eru 83 talsins frá átta félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, Samherja, TBA, UMFH og UMF Þór í Þorlákshöfn. Áætluð mótslok eru um klukkan 18.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 17. febrúar, 2012
mg