Trukkarnir styđja Rögnu

Sumarið og haustið hefur verið mjög dýrt fyrir badmintonkonuna Rögnu Ingólfsdóttur þar sem hún hefur verið sérstaklega mikið á faraldsfæti. Eins og flestir kannast orðið við er hún að keppast við að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Bejing 2008. Í júní fór Ragna til Skotlands, í júlí til Tælands, til Ástralíu, Nýja Sjálands og Malasíu í ágúst, Tyrklands í september, Kýpur, Lúxemborg og Hollands í október og til Ungverjalands í nóvember.

Til að gera þetta allt mögulegt hefur Ragna marga öfluga styrktaraðila eins og ÍSÍ, Ólympíusamhjálpina, ÍBR, SPRON, Badmintonsambandið og TBR. Á dögunum bættust svo aðrir velunnarar Rögnu í hópinn en það voru hinir einu sönnu Trukkar úr TBR sem færðu henni glæsilega peningagjöf. Trukkarnir er hópur leikmanna sem æfa saman tvisvar í viku í TBR húsunum. Margir þeirra hafa verið í landsliðum Íslands og þeir hafa ótal oft orðið Íslandsmeistarar bæði í meistaraflokki og í Deildakeppni BSÍ þar sem þeir keppa saman sem lið. Frábært framtak hjá Trukkunum sem sannalega hafa trú á sinni konu.

Smellið hér til að skoða mynd af Trukkunum og Rögnu við afhendinguna. 

Skrifađ 27. nóvember, 2007
ALS