Naumt tap fyrir Wales

Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega fyrir Wales 3-2 í Evrópukeppni kvennalandsliða sem fer nú fram í Amsterdam í Hollandi.

Ragna Ingólfsdóttir vann einliðaleik sinn gegn Sarah Thomas 21-11 og 22-20.

Tinna Helgadóttir tapaði einliðaleik sínum gegn Carissa Turner eftir æsispennandi oddalotu 12-21, 21-19 og 18-21.

Snjólaug Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik gegn Vikki Jones og tapaði 14-21 og 14-21.

Tinna og Ragna spiluðu tvíliðaleik við Sarah Thomas og carissa Turner og unnu 23-21 og 21-14.

Rakel Jóhannesdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir kepptu við Bethan Higginson og Vikki Jones í tvíliðaleik sem lauk með naumu tapi okkar stúlkna 21-23 og 17-21.

Íslenska kvennalandsliðið endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins og hefur lokið keppni.

Frakkar urðu í fyrsta sæti riðilsins en þeim var raðað númer sjö inn í keppnina.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Evrópukeppni kvennalandsliða 2012.

Skrifað 16. febrúar, 2012
mg