Karlalandsli­i­ tapa­i fyrir Finnum

Íslenska karlalandsliðið tapaði viðureign sinni við Finnland á Evrópukeppni karlalandsliða nú rétt í þessu 1-4.

Finnar unnu alla einliðaleikina og annan tvíliðaleikinn. Atli Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum fyrir Ville Lang 12-21 og 10-21.

Magnús Ingi Helgason tapaði einliðaleik sínum fyrir Eetu Heino 5-21 og 12-21.

Kári Gunnarsson tapaði einliðaleik sínum mjög naumlega eftir oddalotu 17-21, 21-11 og 22-20 en mótherji hans var Kalle Koljonen.

Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson unnu tvíliðaleik sinn gegn Eetu Heino og Oskari Saarinen 21-19 og 21-17.

Kári og Atli töpuðu tvíliðaleik sínum fyrir Ville Lang og Mikko Vikman 18-21 og 8-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í riðli átta.

Seinasti leikur íslenska karlalandsliðsins er á morgun klukkan 17 gegn Luxemburg.

Skrifa­ 15. febr˙ar, 2012
mg