Tap gegn Úkraínu

Karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á Evrópukeppni kvenna- og karlalandsliða í dag við Úkraínu.

Leikar enduðu með sigri Úkraínu 4-1.

Atli Jóhannesson tapaði einliðaleik sínum fyrir Dmytro Zavadsky 9-21 og 13-21.

Kári Gunnarsson tapaði einliðaleik sínum fyrir Valeriy Atrashchenkov 10-21 og 18-21.

Egill Guðlaugsson, nýliðinn í landsliðinu, tapaði einnig einliðaleik sínum 11-21 og 13-21.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson unnu tvíliðaleik sinn gegn Gennadiy Natarov og Artem Pochtarev eftir oddalotu 14-21, 21-19 og 21-18.

Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson töpuðu tvíliðaleik sínum gegn Vitaly Konov og Dmytro Zavadsky 10-21 og 17-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Evrópukeppni karlalandsliða.

Næsti leikur karlalandsliðsins er á morgun klukkan 13:15 gegn Finnlandi.

Skrifað 14. febrúar, 2012
mg