Kvennalandsli­i­ tapa­i naumlega fyrir BelgÝu

Fyrstu leikir kvenna- og karlalandsliðanna í badminton fóru fram í dag á Evrópukeppni kvenna- og karlalandsliða í Amsterdam í Hollandi.

Kvennalandsliðið atti kappi við kvennalandslið Belgíu og tapaði naumlega 2-3.

Ragna Ingólfsdóttir tapaði einliðaleik sínum fyrir Lianne Tan, sem er í 54. sæti heimslistans, 13-21 og 17-21. Ragna er nú í 68. sæti listans.

Tinna Helgadóttir vann einliðaleik sinn gegn Sabine Devooght 21-17 og 21-13.

Snjólaug Jóhannsdóttir tapaði einliðaleik sínum mjög naumlega fyrir Flore Vandenhoucke 19-21 og 20-22.

Ragna og Tinna unnu tvíliðaleik sinn gegn Steffi Annys og Severine Corvilain 21-11 og 23-21.

Snjólaug og Karitas Ósk Ólafsdóttir töpuðu tvíliðaleik sínum fyrir Janne Elst og Jelske Snoeck 14-21 og 12-21.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á Evrópukeppni kvennalandsliða.

Næsti leikur kvennalandsliðsins er á morgunklukkan 9 gegn Frakklandi sem er raðað númer 7 inn í keppnina.

Skrifa­ 14. febr˙ar, 2012
mg