Úrslit á Landsbankamóti ÍA

Landsbankamót ÍA var haldið um helgina en mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Jóhannes Orri Ólafsson KR Andra Snæ Axelsson ÍA 22-20 og 21-18 í úrslitaleik í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Hafdísi Jónu Þórarinsdóttur BH í einliðaleik táta 21-11 og 21-7. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA Atla Má Eyjólfsson og Jóhannes Orra Ólafsson KR 21-19 og 21-12. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea Nilsdóttur og Erna Katrín Pétursdóttir TBR Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur og Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA eftir oddalotu 14-21, 21-15 og 21-13. Í tvenndarleik unnu Davíð Örn ÍA og Andrea TBR þau Andra Snæ og Hörpu Kristnýju ÍA 21-15 og 22-20. Andrea Nilsdóttir TBR vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Davíð Bjarni Björnsson TBR eftir að hafa fengið gefinn úrslitaleikinn gegn Pálma Guðfinnssyni TBR í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 23-21 og 21-8 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Bjarni og Kristófer Darri Finnsson þá Alexander Huang og Pálma TBR eftir oddalotu 21-11, 18-21 og 21-18. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Aftureldingarstúlkurnar Örnu Karen Jóhannsdóttur og Margréti Dís Stefánsdóttur 21-17 og 21-16. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni og Alda TBR Kristófer Darra og Margréti TBR 21-17 og 21-18. Davíð Bjarni og Alda unnu þrefalt á mótinu.

Í flokki U17 vann Helgi Grétar Gunnarsson ÍA Daníel Þór Heimisson ÍA 21-10 og 21-15 í einliðaleik drengja. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann Söru Högnadóttur TBR 21-18 og 21-12 í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel Þór og Halldór Axel Axelsson ÍA þá Arnór Tuma Finnsson UMF Skallagrími og Helga Grétar Gunnarsson ÍA 22-20 og 21-16. Í tvíliðaleik telpna unnu Margrét J. og Sara TBR Margréti Finnbogadóttur og Unni Björk Elíasdóttur TBR 21-8 og 21-7. Í tvenndarleik unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét J. TBR þau Eið Ísak Broddason og Unni Björk TBR eftir oddalotu 21-15, 18-21 og 21-13. Margrét Jóhannsdóttir vann þrefalt á mótinu.

Í flokki U19 vann Stefán Ás Ingvarsson TBR Ólaf Örn Guðmundsson BH 21-19 og 21-19 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann María Árnadóttir TBR systur sína Sigríði Árnadóttur TBR 21-14 og 21-14. Í tvíliðaleik pilta unnu Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR Daníel Jóhannesson og Eið Ísak Broddason TBR 21-12 og 21-19. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Jóna Hjartardóttir og Sigríður Árnadóttir TBR Maríu TBR og Alexöndru Ýr Stefánsdóttur ÍA 21-10 og 23-21. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Snorri Tómasson og María TBR Ólaf Örn BH og Söru Högnadóttur TBR eftir hörkuspennandi oddalotu 17-21, 21-12 og 24-22.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Landsbankamóti ÍA.

Skrifað 14. febrúar, 2012
mg