Ţjálfararáđstefna í Englandi

Í tengslum við Super Series mótið All England í mars á næsta ári heldur Badmintonsamband Englands þjálfararáðstefnu. Ráðstefnan ber yfirskriftina "The athlete & Coach Journey" og er unnin að hluta til útfrá nýju 10 ára skipulagi Badmintonsambands Englands til framtíðar.

Ráðstefnan fer fram föstudaginn 7.mars og laugardaginn 8.mars í Aston University í Birmingham. Allir sem skrá sig á ráðstefnuna fá frían aðgang að áttaliða úrslitum og undanúrslitum All England mótsins sem jafnan hefur verið kallað óopinber heimsmeistarakeppni í badminton.

Frábært tækifæri fyrir þjálfara að fylgjast með heimsins besta badmintonfólki og fræðast í leiðinni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Skráningareyðublað má nálgast hér.

Skrifađ 28. nóvember, 2007
ALS